Togbáturinn Steinunn SF, sem Skinney-Þinganes gerir út, skilaði mestu aflaverðmæti allra báta á landinu á síðasta ári eða, 808 milljónum króna.

Þetta kemur fram í samantekt Fiskifrétta sem byggist á nýbirtum upplýsingum á vef Hagstofu Íslands um afla og aflaverðmæti á síðasta ári.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum þar sem birtur er listi yfir 50 báta í aflamarkskerfinu með mest aflaverðmæti á árinu 2011.