Togbáturinn Steinunn SF frá Hornafirði mokfiskaði í aprílmánuði og nam aflinn alls 723 tonnum í tíu róðrum. Þetta er mesti afli sem togbátur hefur komið með að landi í einum mánuði, að því er fram kemur á vefnum aflafrettir.com . Steinunn átti einnig eldra metið sem var 693 tonn.
Sem dæmi um aflabrögðin er nefnt að í einum róðrinum kom báturinn að landi með 81 tonn eftir einn dag á veiðum og stærsti róðurinn var 85 tonn eftir tvo daga.