Samkvæmt lista www.aflafrettir.is var Steinunn SF 10 aflahæst 29 metra togara á árinu 2023 með 5.237 tonn í 62 löndunum eða um 84 tonn að meðaltali í löndun.

Í fréttinni segir að á listanum er Sigurður Ólafsson SF sem er eina skipið á þessum lista sem tekur trollið inn á síðunni. Þá er þess getið að Pálína Þórunn GK og Runólfur SH voru frá veiðum stóra hluta árs 2023 vegna bilana í gírum í báðum togurum.

Sex togarar í þessum stærðarflokki náðu yfir 4.000 tonna afla á árinu og þrír yfir 5.000 tonna afla. Sjá má fréttina og listann hér.