Útgerðarfélagið Steinunn ehf. hefur lagt grunn að auknum umsvifum sínum í Ólafsvík með kaupum á fiskveiðiheimildum sem nema ríflega 100 þorskígildistonnum af Saltveri ehf. í Reykjanesbæ fyrir um 300 milljónir króna. Sagt er nánar frá þessu á www.vb.is.

Kvótanum verður bætt við veiðiheimildir vertíðarbátsins Steinunnar SH-167 og aukast með þeim umsvif útgerðarinnar til muna ásamt verkefnum nálægrar landvinnslu. Samkvæmt tilkynningu eru kaupin gerð í framhaldi af sölu á 60% hlut í Steinunni til FISK Seafood fyrir tveimur árum.