Í gær áttu þau Steingrímur J Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og Ane Hansen, sjávarútvegsráðherra Grænlands símafund þar sem málefni tengd grásleppu voru fyrirferðarmikil. Ræddu þau sérstaklega stöðuna á mörkuðum fyrir grásleppuhrogn sem og hugsanlegar veiðitakmarkanir á næsta ári í samræmi við ráðleggingar fiskifræðinga.

Þetta kemur fram á vef atvinnuvegaráðuneytisins. Málið tengist því að sölutregða hefur verið á grásleppuhrognum síðustu vertíðar og birgðir hafa safnast upp. Íslendingar og Grænlendingar hafa verið stærstu framleiðendur grásleppuhrogna á síðustu árum.