Stefnt er að því að veiða um 40 til 50 hrefnur í sumar að því er Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri og talsmaður hrefnuveiðimanna, sagði í samtali við Fiskifréttir.

Heimilt er að veiða um 240 hrefnur á þessu ári en Gunnar sagði að veiðin yrði miðuð við þarfir innanlandsmarkaðarins. Ráðgert er að Hrafnreyður KÓ hefji hrefnuveiðarnar í byrjun maí en ekki er vitað til að fleiri skip muni stunda þessar veiðar í sumar.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.