Hrefnuveiðimenn eru nú í óða önn að brýna skutla sína og undirbúa veiðarnar í vor og sumar. Stefnt er að því að veiða svipað magn og í fyrra, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Veiðarnar í ár á byggjast á reglugerð sem Einar K. Guðfinnsson fyrrum sjávarútvegsráðherra gaf út í janúar í fyrra um hvalveiðar til fimm ára. Nokkrir bátar hafa leyfi til hrefnuveiða. Sjávarútvegsráðuneytið hefur einnig auglýsti leyfi til umsóknar fyrir þá sem vilja koma inn í þessar veiðar til viðbótar að uppfylltum skilyrðum.

Þá hefur sjávarútvegsráðherra lýst því yfir í blaðaviðtali að stuðst verði við veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar eins og reglugerðin gerir ráð fyrir en stofnunin hefur sagt að óhætt sé að veiða 200 hrefnur á ári.

Á síðasta ári var veidd 81 hrefna og þar af veiddu bátar á vegum Hrefnuveiðimanna ehf. 69 dýr. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna, segir í samtali við Fiskifréttir að þeir stefni að því að veiða svipað magn í ár og í fyrra eða ívið meira.

Hrefnuveiðimenn hafa leyfi til veiða á þrjá báta, Halldór Sigurðsson ÍS, Dröfn RE og Njörð KÓ. Tveir fyrrnefndu bátarnir fara á veiðar í vor og sumar en leyfið af Nirði KÓ verður flutt yfir á annan bát.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.