Mikill gangur er í hrefnuveiðum Norðmanna og höfðu 401 dýr verið vegin í lok apríl. Í fyrra nam heildarveiðin 590 dýrum. Enn hafa norskir hvalveiðimenn þrjá mánuði til stefnu og bendir allt til þess að metveiði verði á þessu ári. Heildar hrefnuveiðikvótinn er 1.286 dýr. Veiðarnar eru stundaðar á 20 bátum og hefur enginn þeirra klárað sinn kvóta. 23 bátar eru skráðir til veiðanna sem er talsverð aukning frá fyrra þegar 18 bátar voru skráðir. Veiðarnar fara fram í efnahagslögsögu Noregs, á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða, á svæðinu við Jan Mayen og á alþjóðlegu hafsvæði.