Grásleppuvertíðinni er að ljúka fyrir norðan þessa dagana. Veiðin alls til þessa jafngildir um 8.500 tunnum af söltuðum grásleppuhrognum, að því er Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, sagði í samtali við Fiskifréttir.

Örn taldi að vertíðin gæti skilað um 12 þúsund tunnum þegar upp væri staðið. Það er heldur betra en í fyrra en þá gaf grásleppuvertíðin 10.700 tunnur.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.