Áætlað er að verðmæti útfluttra sjávarafurða verði 290 milljarða króna á þessu ári. Það er 37 milljarða króna aukning frá fyrra ári eða 15% uppsveifla. Útflutningsverðmæti Íslendinga hefur aldrei áður verið jafnmikið.
Þetta er mat Kristjáns Hjaltasonar sem flutti erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni í síðustu viku. Þetta er mikill viðsnúningur frá fyrra ári, því milli áranna 2013 og 2014 minnkaði útflutningsverðmætið um 29 milljarða króna, einkum vegna aflabrests í loðnu. Góð loðnuvertíð í ár á líka stærstan þátt í batanum nú. Kristján spáir því að á næsta ári verði útflutningsverðmætið 292 milljarðar króna.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.