„Grásleppuveiðum fyrir Norður- og Norðausturlandi er almennt lokið og þar veiddist töluvert minna en í fyrra. Húnaflói hefur hins vegar komið ágætlega út og einnig hefur veiðin við sunnanverða Vestfirði verið alveg þokkaleg,“ segir Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda í samtali við Fiskifréttir.

Örn segir útlit fyrir að veiðin fari vart yfir 6.000 tunnur í ár samanborið við 8.600 tunnur í fyrra. Það er 30% samdráttur. Jafnframt yrði það helmingi minni afli en árið 2012 þegar veiðin fór í 12.200 tunnur.

Sjá nánar í Fiskifréttum sem komu út í dag.