Þess er í dag minnst að 35 ár eru liðin frá því togarinn Stefnir ÍS 28, sem Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. hefur gert út undanfarin 18 ár, kom fyrst til hafnar á Flateyri. Togarinn fékk nafnið Gyllir og var gerður út frá Flateyri. Þetta er 50 metra langt skip, smíðað í Flekkefjord í Noregi.
Talsvert var fjallað um sölu Gyllis til Ísafjarðar í fjölmiðlum á sínum tíma. Stofnað var sérstakt félag um kaupin, Þorfinnur hf. Flateyrarhreppur átti 30% í því fyrirtæki og nýtti sér þannig forkaupsrétt á togaranum. Þorfinnur var síðar sameinaður Íshúsfélagi Ísfirðinga hf. sem svo aftur sameinaðist Hraðfrystihúsinu - Gunnvöru hf. árið 2000.
Stefnir skilaði 700 milljónir króna aflaverðmæti á síðasta ári.
Sjá nánar á vef Hraðfrystihússins – Gunnvarar .