Íslenska sjávarútvegssýningin - IceFish - verður að óbreyttu haldin í Fífunni í Kópavogi dagana 23. til 25. september. Þetta kemur fram á vefsvæði sýningarinnar þar sem Mercator Media bendir á að fyllstu aðgætni verður gætt og farið að ráðleggingum alþjóðlegra heilbrigðisyfirvalda eins og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og yfirvöldum á hverjum stað.

Tilkynning ráðstefnuhaldara fer hér á eftir:

Við gerum okkur grein fyrir því að með reglulegum fréttaflutningi og nýjum upplýsingum kunni sýnendur okkar og gestir að hafa margar spurningar varðandi sýninguna í ár.

Í ljósi þessarar óvissu sem stafar af COVID-19 vinnur Mercator Media Limited áfram að því að undirbúa Íslensku sjávarútvegssýninguna (Icefish) sem haldin verður dagana 23.-25. september og fær ráðgjöf um til hvaða ráðstafana þarf að grípa til þess að halda þennan viðburð með öruggum hætti sem skilar árangri. Við vitum að flugferðir til Íslands hefjast á ný 15. júní og að íslensk stjórnvöld gera ráð fyrir því að samkomutakmörk verði hækkuð upp í 2.000 manns nú í sumar.

Icefish hefur í nærri 40 ár verið vettvangur þar sem fagmenn í greininni og sýnendur koma saman, skiptast á þekkingu og eiga viðskipti. Mercator Media er staðráðið í að gera þennan viðburð að veruleika að því marki sem við getum það með öruggum hætti.

Eins og ávallt látum við okkur mestu varða heilbrigði og öryggi sýnenda okkar, gesta og starfsfólks. Treysta má því að Mercator Media Limited sýni fyllstu aðgætni og fari að ráðleggingum alþjóðlegra heilbrigðisyfirvalda eins og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og yfirvöldum á hverjum stað.

Við höldum áfram að fylgjast náið með ástandinu og munum uppfæra stöðu mála 1. júlí.