Rækjutogarinn Steffano er nú í slipp í Reykjavík. Togarinn er einn þriggja skipa útgerðarinnar Reyktal sem skráð er í Eistlandi og Óttar Yngvason og sonur hans, Yngvar Óttarsson, standa að. Upprunalega veiddu togararnir mest á Flæmingjagrunni við Kanada en hafa í seinni tíð verið mikið í Barentshafi og við Grænland eftir að dró úr rækjuveiði á Flæmingjagrunni. Steffano er 63 metra langur og 13 metrar á breidd, smíðaður hjá Vard í Noregi 1997. Hann var gerður út um nokkurra ára skeið frá Reykjavík á rækjuveiðar og hét þá Pétur Jónsson RE og var nýjasta skipið í íslenska fiskiskipaflotanum. Reyktal keypti skipið 2016.