Útgerðarfyrirtækið Stálskip sem gerir út frystitogarann Þór HF greiddi hæst meðallaun allra fyrirtækja á landinu, sem tóku þátt í könnun Frjálsrar verslunar. Meðalárslaun hjá Stálskipum voru um 23 milljónir króna sem jafngildir liðlega 1,9 milljónum króna á mánuði.

Eskja, sem gerir út uppsjávarskipin Aðalstein Jónsson SU og Jón Kjartansson SU, greiddi næsthæstu meðallaunin  eða 19,8 milljónir fyrir ársverkið. Meðallaun hjá Brimi hf. voru 17,5 milljónir í fyrra og er fyrirtækið í  þriðja sætið á listanum yfir þau fyrirtæki á landinu öllu sem greiða hæstu meðallaun.

Af 26 efstu fyrirtækjunum á lista Frjálsrar verslunar voru 11 sjávarútvegsfyrirtæki.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.