Sjávarútvegsfyrirtækin Stálskip í Hafnarfirði og Eskja á Eskifirði greiddu á síðasta ári hæst meðallaun allra fyrirtækja á landinu sem þátt tóku í könnun Frjálsrar verslunar. Meðalárslaun hjá Stálskipum, sem gera út frystitogarann Þór HF, voru tæplega 21 milljón króna sem jafngildir 1.739 þúsund krónum á mánuði. Hækkun milli ára nam 20%.
Eskja, sem gerir út uppsjávarskipin Aðalstein Jónsson SU og Jón Kjartansson SU, kom næst á eftir með tæplega 15 milljónir króna fyrir ársverkið eða sem svarar 1.239 þúsund krónum á mánuði. Launin lækkuðu um 10% milli ára.
Nánari upplýsingar um hæstu meðallaunin er að finna í nýútkomnu tölublaði Frjálsrar verslunar.