Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr kvótahæsta útgerðin í krókaaflamarkskerfinu, að því er fram kemur í nýjustu Fiskiféttum.

Stakkavík er með 3.086 þorskígildistonna kvóta og með 7,3% af heildaraflahlutdeil í krókaaflamarkinu. Hlutur Stakkavíkur í þorski er 6,9% en hlutfall í ýsu 8,1%. Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík er í öðru sæti með 1.752 þorskígildistonn og 4,2% af heildaraflahlutdeild.

Nokkur samþjöppun aflaheimilda hefur átt sér stað í litla kerfinu eins og hinu stóra. Tíu hæstu útgerðir í krókaaflamarki eru með 33,5% kvótans en tuttugu hæstu eru með tæp 50%.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.