Stakkavík í Grindavík hefur keypt dragnótabátinn Örn GK af útgerðarfélaginu Sólbakka. Með í kaupunum fylgir um 1.000 tonna kvóti í þorskígildum. Frá þessu er skýrt á vefnum aflafrettir.is.
Þar er ennfremur minnt á að ekki alls fyrir löngu hafi Stakkavík selt frá sér Óla á Stað GK til Fáskrúðsfjarðar, aðallega vegna þess að með þeirri sölu hafi fyrirtæki komist undir kvótaþakið svokallaða í krókaaflamarkinu.
Stakkavík gerir út tvo aflamarksbáta, Gulltopp GK og Kristbjörg HF, en síðarnefndi báturinn kominn til Njarðvíkur þar sem á að lengja hann.
Örn GK verður afhentur Stakkavík 1. september