Erlend fyrirtæki hafa keypt um 1.900 tonn af fiski beint af fiskmörkuðum landsins það sem af er þessu ári, samkvæmt upplýsingum sem Fiskifréttir fengu hjá Reiknistofu fiskmarkaða.
Nokkrir fastir kaupendur eru í Skotlandi, Hollandi og Færeyjum. Tveir til þrír erlendir aðilar kaupa megnið af því sem fer til útlanda. Mestu munar um þá í viðskiptum með skötusel en þrír stærstu kaupendur á skötusel á fiskmörkuðum hér á landi eru erlend fyrirtæki.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.