Stærsti rækjukokteill í heimi hefur verið búinn til í Mazatlan í Mexíkó og hefur metið nú þegar verið viðurkennt af forráðamönnum heimsmetabókar Guinness. Áttatíu matreiðslumenn komu að því að búa til þennan vinsæla fordrykk og þurfti hálft tonn af rækju til verksins. Glasið sjálft var 190 sentimetra hátt og 135 sentimetrar í þvermál.
Um það bil 400 manns gæddu sér á drykknum en fyrir þá sem vilja leika þetta eftir fóru 58 kíló af tómatsósu í drykkinn, 10 kíló af sítrónusafa, 5 kíló af ,,salsa brava”, 4 kíló af Worcestershire sósu, 3 kíló af salti, 1 kíló af Tabasco sósu og svolítið af pipar.