Sautján metra langur plastfiskibátur er í smíðum hjá Bátaverkstæðinu í Hafnarfirði. Hann er stærri en aðrir fiskibátar úr trefjaplasti sem smíðaðir hafa verið hérlendis hingað til. Báturinn reiknast 45 brúttótonn og verður í aflamarkskerfinu.
Að Bátaverkstæðinu standa Gunnar Leifur Stefánsson, sem hannaði bátinn, og Árni Björgvinsson. Fyrirtækið er tímabundið til húsa þar sem áður var Bátasmiðja Guðmundar í Hafnarfirði. Tegundarheiti bátsins er Sealord-1700. Báturinn er óseldur.
Nánar um málið í Fiskifréttum í dag.