Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) metur það svo að makrílstofninn í Norðaustur-Atlantshafi hafi ekki verið stærri í aldarfjórðung. Hrygningarstofninn er nú metinn næstum 4,5 milljónir tonna en var metinn 2,2 milljónir tonna árið 2002.

Þetta kemur fram á breska sjávarútvegsvefnum FISHupdate.com. Þar segir einnig að makríllinn sé mikilvægasti fiskistofninn sem Bretar nýti og gefi 500 milljónir sterlingspunda á ári eða jafnvirði 95 milljarða íslenskra króna. Um 2.000 manns vinni við veiðar og vinnslu á makríl þar í landi.