Stærsta skip í heimi, Pieter Schelte, er nýkomið til Rotterdam í Hollandi þar sem lokið verður endanlega við smíði þess. Skipið er smíðað til þess að setja upp og fjarlægja olíu- og gasborpalla. Fyrsta verkefni þess verður að fjarlægja norska borpallinn Ými.
Þetta risaskip er með 24 metra djúpristu sem ekki er neitt vandamál í Rotterdamhöfn enda var sérstaklega dýpkað við hafnarbakkann sem skipið liggur við.
Pieter Schelte er 382 metra langur og 124 metra breiður, örugglega breiðasta skip heims. Lyftigeta er 48.000 tonn.
Sjá myndband af skipinu HÉR