Norðmenn eru ekki eina nágrannaþjóð Íslendinga sem eru að endurnýja fiskiskipaflota sinn. Tilkynnt hefur verið að útgerðin Gitte Henning A/S í Danmörku hafi samið um smíði á nýju fiskiskipi sem afhent verði á næsta. Skipið verður stærsta fiskiskip Dana, 86,3 metrar á lengd, smíðað í Western Baltijaia skipasmíðastöðinni í Litháen.
Skipinu verður gefið nafnið Gitte Henning og leysir af hólmi núverandi skip með sama nafni sem smíðað var árið 2008, en það er 75,4 metrar á lengd. Það skip verður áfram í rekstri í Danmörku á vegum útgerðarinnar Asbjörn í Hirtshals.