Meðalþyngd á þorski í Barentshafi hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 2007 til 2011, eða úr 2,19 kílóum í 3,14 kíló. Frekari þyngdaraukningu er spáð í ár og á næsta ári. Þetta gæti haft áhrif á verðmæti þess fisks sem Rússar og Norðmenn veiða í Barentshafi. Frá þessu er greint á vefnum fis.com.
Því er spáð að meðalþyngd þorsk í Barentshafi fari í 3,63 kíló árið 2012 og í 4,08 kíló árið 2013.
Þetta skapar vandamál í fiskvinnslu og markaðsetningu því stóri þorskurinn í Noregi eins og hér á landi fer mikið í framleiðslu á saltfiski. Saltfiskmarkaðir á Spáni og Portúgal eru veikir um þessar mundir. Rússar frysta þorskinn en markaður fyrir stóran frystan þorsk er verri en fyrir minni og meðalstóran þorsk.
Sjá einnig: http://www.undercurrentnews.com/2012/12/11/report-bigger-cod-bad-news-for-russia-norway/#.UMeg1IOU0y4