Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis vill að stærðarmörk krókaaflamarksbáta verði 15 metrar og 30 brúttótonn en ekki 20 brúttótonn eins og frumvarp sjávarútvegsráðherra gerir ráð fyrir.

Stærðarmörk báta í krókaaflamarkskerfinu hafa verið nokkurt deiluefni. Í núgildandi lögum er segir að bátar í þessu kerfi megi ekki vera stærri en 15 brúttótonn. Landssamband smábátaeigenda hefur viljað fara varlega í að leyfa stækkun bátanna innan kerfisins en sumir smábátaeigendur hafa þrýst á að fá að smíða stærri báta en gildandi lög leyfa. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um 15 lengdarmetra og 20 brúttótonn var eins konar málamiðlun, en meirihluti atvinnuveganefndar vill ganga lengra eins og áður sagði.

Eins og fram hefur komið í Fiskifréttum gerði Einhamar í Grindavík nýlega samning við Trefjar hf. um smíði tveggja báta sem eru 15 metrar og 30 brúttótonn.

Sjá einnig umfjöllun um málið á vef LS.