Stofnvísitala skarkola mældist í nýafstöðnu togararalli svipuð og verið hefur undanfarinn áratug, eftir að hafa verið í lágmarki á árunum 1997-2002. Vísitalan nú er rúmur þriðjungur þess sem hún var að meðaltali fyrstu fjögur ár mælingarinnar.
Vísitölur þykkvalúru og langlúru hafa þróast með svipuðum hætti, fóru smám saman lækkandi fyrstu 15 árin en hækkuðu síðan á árunum eftir aldamót. Síðan hafa vísitölur þykkvalúru og langlúru verið fremur háar en sveiflukenndar. Í ár hækkaði vísitala þykkvalúru umtalsvert frá fyrra ári en vísitala langlúru lækkaði.
Vísitölur sandkola og skrápflúru hafa verið lágar í tæpan áratug en hafa þó farið hækkandi undanfarin tvö ár.