Í nýlegum rannsóknaleiðangri var lítil myndbandstökuvél notuð til að kanna hvernig makríll hagar sér þegar hann er veiddur í troll. Myndbandsupptakan sýnir að makríllinn er svo snöggur að hann getur synt til baka út úr trollinu þegar hægt er á ferðinni og trollið híf upp.
Þetta er niðurstaða úr rannsóknum norskra vísindamanna í makrílleiðanggi sem farinn var nú í júlí. Upptakan sýnir að makríllinn er sprettharður fiskur og heldur í við trollið allt upp í fimm hnúta hraða. Fiskurinn syndir þó ekki á þessum hraða lengi og lætur smám saman undan síga inn í trollið og inn í sjálfan pokann.
Þegar trollið er híft er hægt á ferðinni. Þá kemur í ljós að hluti makrílsins getur synt til baka og smeygt sér út eftir því sem möskvarnir í trollinu stækka.
Til að koma í veg fyrir að of mikið af makríl sleppi má setja hindrun fyrir framan pokann, svokallaðan fiskilás. Makríllinn fer auðveldlega inn í pokann í gegnum lásinn en sleppur ekki svo létt til baka þegar hægir á ferðinni. Hins vegar getur sá makríll sem hefur ekki farið alla leið inn í pokann sloppið.
http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=fQizixJiaEo