Indónesísk stjórnvöld halda áfram herferð sinni gegn ólöglegum veiðum.
Bátar veiðiþjófa eyðilagðir við Indónesíu.
Ljósmynd: Aðsend mynd
Deila
Fyrr í þessari viku voru 30 erlend skip, sem tengst hafa brotum á fiskveiðilögum Indónesíu, sprengd í loft upp. Þar með halda indónesísk stjórnvöld áfram að refsa veiðiþjófum með þessum hætti öðrum til viðvörunar en herferðin hefur staðið yfir í alllangan tíma.