Sprenging hefur orðið í gulllaxveiðum en gulllaxinn er utankvótategund. Í byrjun vikunnar var búið að veiða 13.300 tonn frá upphafi fiskveiðiársins samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu. Ef fram fer sem horfir stefnir í algert met í gulllaxveiðum, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.
Á fiskveiðiárinu 2008/2009 veiddust um 8.800 tonn af gulllaxi sem var mesta veiði á þessari fisktegund um árabil.
Nokkrir frystitogarar hafa sótt stíft í gulllaxinn á fiskveiðiárinu og hafa fjögur skip fengið þúsund tonn eða meir. Þerney RE er þeirra efst með 1.700 tonn. Brimnes RE kemur þar á eftir með 1.440 tonn. Höfrungur III AK er í þriðja sæti með 1.300 tonn og Hrafn GK er með 1.170 tonn.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.