Í framhaldi af miklum túnfiskveiðum norsku makrílbátanna er það rifjað upp á vef norska blaðsins Sunnmørsposten að túnfiskurinn hafi komið til Noregs, við Vestlandet og Sunnmøre, í stórum flokkum um miðja síðustu öld. Þá náðust einstakar kvikmyndir er hásetar á nótabát höfðu snör handtök við að fanga túnfiskinn. Þetta eru sportveiðar eins og þær gerast bestar. Sjá einstakt MYNDBAND af þessum veiðum frá því um miðja síðustu öld.