Spænska matvæla-, landbúnaðar- og umhverfisráðuneytið úrskurðaði fyrir nokkru að 460 túnfiskum sem voru í áframeldi í Murcia í suðaustanverðum Spáni yrði sleppt aftur í Miðjarðarhafið.
Ákvörðunin var tekin eftir að slátrun var lokið. Þá kom í ljós með bakreikningum að veiðikvótanum hafði verið náð fyrir löngu. Útreikningarnir tóku mið af stöðlum frá Alþjóðatúnfiskráðinu (ICATT) um vaxtarhraða og þyngdaraukningu á túnfiski í eldiskvíum.
Spánsk skip voru með 2.411 tonna túnfiskkvóta árið 2011 og kvótinn verður óbreyttur í ár.