Spánverjar eru sú þjóð innan Evrópusambandsins sem borðar mest af fiski. Þetta sýnir könnun sem sjávarútvegssamtökin Europeche hafa gert og kynnt var á sjávarútvegssýningunni í Brussel í vikunni. Fram kemur að 75% Spánverja borða sjávarfang 2-3 í viku en til samanburðar er nefna að 70% Evrópubúa í heild borða fiskmeti aðeins einu sinni í viku.
Þá leiðir könnunin í ljós að 84% Evrópubúa borða sinn fisk heima frekar en á veitingahúsum og 73% kaupa fiskinn í stórmörkuðum þótt fjölbreytt framboð þar þyki ekki nógu mikið.
Ennfremur er upplýst í könnuninni að 68% aðspurða vilja fá meiri upplýsingar um uppruna fisksins og með hvaða aðferð hann var veiddur.
Loks má nefna að 84% þátttakenda í heild töldu að ríkisvaldið ætti að styðja við sjávarútveginn en þegar Spánverjar voru spurðir reyndust 92% þeirrar skoðunar.