Galicia, stærsta sjávarútvegshérað á Spáni, fékk til ráðstöfunar nú í ársbyrjun um 58 milljónir evra (rúma 9 milljarða ISK) í styrki sem koma úr sjóðum Evrópusambandsins, að því er fram kemur á vef Seafood Source.
Styrkirnir skiptast á eftirtalin svið: 19 milljónir evra til vinnslu- og markaðsmála, 16 milljónir evra til að efla fiskeldi, 11 milljónir evra til að kaupa til baka fiskiskip og fleira, 7 milljónir evra til að nútímavæða fiskiskipaflotann og 5 milljónir evra til orkusparnaðar innan flotans.