Ljóst er að mikill samdráttur verður í framboði á frystri loðnu á mörkuðum í Austur-Evrópu og Asíu á næsta ári, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum. Ekki verður leyft að veiða meira en 15 þúsund tonn af loðnu í Barentshafi árið 2014, sem skiptist milli Rússa og Norðmanna, og upphafskvótinn í Íslandsloðnunni er 160 þúsund tonn.

„Aðstæður á mörkuðum eru þannig að við megum búast við því að allar loðnuafurðir sem við framleiðum renni út án nokkurra vandkvæða,“ sagði Teitur Gylfason, sölustjóri hjá Iceland Seafood, í samtali við Fiskifréttir.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.