Guðmundur sagði veiðigjöld vera frekar til tjóns en gagns, þau bitni illa á bæði frystitogurum og landvinnslu: „Íslensk stjórnvöld koma ekki réttlátlega fram við flotann,“ hefur norska Fiskeribladet eftir honum. „Þetta er algerlega galið skipulag.“

Þá segir fréttavefurinn Undercurrent News hann spá því að veruleg samþjöppun sé framundan í bæði útgerð og markaðsmálum á Norður-Atlantshafi á næstu árum.

Meiri samþjöppun og samvinna fyrirtækja bæði í veiðum og eldi muni ná til allra ríkja á svæðinu, og er þá átt við Ísland, Noreg, Bretland, Grænland og Kanada.

Markaðsstarf muni í auknum mæli beinast að sameiginlegum vörumerkjum tengdum sjálfbærni veiða og vinnslu. Mestu skipti að auka virði aflans.

Hann sagði Norðmenn líka geta lært ýmislegt af Íslendingum varðandi þorskveiðar.

„Einu sinni veiddum við allan fiskinn í apríl og þá féll verðið. Nú veiðum við allt árið og seljum fiskinn ferskan, þannig að verðið er stöðugt,“ hefur Undercurrent eftir honum.

Norðmenn veiða enn megnið af sínum þorski á fyrri hluta ársins.

[email protected]