2014 árgangurinn af spærlingi í Norðursjó er í sögulegum hæðum og þakka fiskifræðingar gott ástand fjölmörgum þáttum eins og miklu dýrasvifi og góðum uppvaxtarskilyrðum.
„Við sjáum að nýliðun lýsings og ýsu er góð í ár. Þessu til viðbótar er 2013 árgangur af sandsíli sterkur í norskri lögsögu. Með tilliti til nýliðunar virðist sem umhverfisaðstæður nú séu mun jákvæðari nú en þær voru fyrir nokkrum árum,“ segir Espen Johnsen fiskifræðingur hjá norsku hafrannsóknastofnuninni.
Spærlingur getur hrygnt á fyrsta aldursári og verður sjaldnast eldri en þriggja ára. Nýliðun er oft mjög breytileg á milli ára. Þar sem spærlingur er svo skammlífur geta einnig orðið verulegar breytingar á stofnstærðinni. Þess vegna leggur Alþjóðahafrannsóknaráðið mat á stofnstærðina í Norðursjó og Skagerrak-Kattegat tvisvar sinnum á hverju ári.
Espen segir að leggja verði áherslu á það í fiskveiðiráðgjöf fyrir næsta ár að dánarvísitalan fari ekki yfir 0,6 sem myndi þá þýða spærlingskvótinn færi ekki yfir 326.000 tonn.