Verð á fiskimjöli verður áfram hátt á næsta ári eða í kringum 1.350 bandaríkjadollarar á tonnið. Þetta er spá Scotiabank í Perú. Ólíklegt þykir að verðið nái þeim hæðum sem það komst í á fyrstu mánuðum yfirstandandi árs en þá fór það upp í allt að 1.800 dollurum tonnið.
Sérfræðingar bankans gera ráð fyrir að framboð á fiskimjöli frá Perú verði tiltölulega stöðugt því engar fregnir hafa borist af því að veðurfyrirbrigðin El Nino og El Ninja láti á sér kræla en þau geta haft veruleg áhrif á afla uppsjávartegunda eins og gerðist á síðasta ári.
Áætlað er að afli ansjósu verði 6,1 milljón tonna á næsta ári sem skilar 1,4 milljónum tonna af mjöli.
Ráðgjafarfyrirtækið Maximixe hefur einnig sent frá sér spá um verð á fiskimjöli á næsta ári og gerir hún ráð fyrir hærra meðalverði á mjöli á heimsmarkaði en Scotiabank eða 1.575 dollarar á tonnið.
Fréttavefurinn fis.com skýrir frá þessu.