Stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja spá því að fjárfesting dragist saman á næsta ári samkvæmt niðurstöðu könnunnar um framtíðarhorfur á Íslandi. Langflestir þeirra telja að horfur séu á að ástandið í efnahagslífinu eigi ekki eftir að batna á næstu 6 mánuðum og telja að framlegð fyrirtækja muni dragast verulega saman á sama tíma, að því er fram kemur á vef LÍÚ.
Einungis 11% sjá fram á fjölgun starfa. Könnunin er gerð árlega af Samtökum atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands og snýst um mat stærstu fyrirtækja landsins á framtíðarhorfum á Íslandi.
Í könnuninni kemur fram að 60% stjórnenda sjávarútvegsfyrirtækja telja að fjárfesting verði nokkuð eða miklu minni á árinu 2013 en árið á undan. Þar af telja 25,7% þeirra að fjárfesting verði miklu minni en 34,3% telja að hún verði nokkuð minni. 37,1% þeirra sem tóku þátt í könnuninni telja að fjárfestingar verði svipaðar árið 2013 og þær voru árið 2012 en aðeins 3% telja að fjárfestingar eigi eftir að aukast.
Sjá nánar.
http://www.liu.is/frettir/nr/1661/