ff

Nýtt fiskveiðiævintýri er að hefjast í Noregi að dómi Lisbeth Berg-Hansen sjávarútvegsráðherra. Hún tekur undir spár um að umsvif norsks sjávarútvegs muni sexfaldast fram til ársins 2050. Hún segir einnig að sjávarútvegurinn geti tekið við af olíuiðnaðinum, að þvi er fram kemur í frétt á vef Bergens Tidende.

Norskur sjávarútvegur veltir nú um 90 milljörðum norskra króna (1.810 milljörðum ISK) á ári en spáð er kröftugum vexti í nýrri skýrslu frá SINTEF rannsóknastofnuninni. Gert er ráð fyrir að umsvifin nemi 250 milljörðum NOK árið 2030 og 550 milljörðum NOK árið 2050 (11.125 milljörðum ISK).

Talsmaður SINTEF segir að óskhyggja ráði ekki för heldur byggist matið á raunhæfum möguleikum. Hann segir að stofnunin hafi reynslu af svona starfi. Spáð hafi verið rétt fyrir um þróunina frá 1999 til 2010 en á því árabili tvöfaldaðist velta sjávarútvegs í Noregi.

Sjá nánar frétt um málið í nýjustu Fiskifréttum.