Því er spáð að veiðar á kaldsjávarrækju í Norður-Atlantshafi haldi áfram að dragast saman árið 2015, að því er fram kemur á vef Undercurrentnews.
Á árinu 2013 var spáð minnkandi veiði í ár og sú spá gekk eftir. Reyndar dróst veiðin enn meira saman en búist var við.
Á árinu 2015 má gera ráð fyrir að veiðar á kaldsjávarrækju dragist saman um 12%, fari úr 267.500 tonnum í um 235.000 tonn. Þess má geta til samanburðar að á árinu 2010 var landað um 350 þúsund tonnum af rækju.
Sjá nánar HÉR .