Landssamband smábátaeigenda hefur ákveðið að hefja samstarf við tvo framleiðendur kavíars úr íslenskum grásleppuhrognum og umsýsluaðila grásleppuhrogna á Íslandi um að sækja um vottun á grundvelli MSC reglna á grásleppustofninum, að því er segir í frétt frá LS.
Eins og fram hefur komið hafa samtökin World Wildlife Fund ákveðið að setja grásleppuna á válista í Svíþjóð og Þýskalandi. Samhliða beina þau því til fólks að kaupa ekki afurðir úr grásleppu.
John Nordbo yfirmaður samfélagslegra málefna hjá WWF hefur lýst því yfir að samtökin fagni því að hafið sé vottunarferli á grásleppu samkvæmt MSC stöðlum, segir á vef LS.
Sjá frétt LS HÉR .