Það stefnir í 8.000 tonnna framleiðslu hjá Arctic Fish á Vestfjörðum á þessu ári. Fyrirtækið hefur leyfi til framleiðslu í sjókvíum í Tálknafirði og Patreksfirði auk Dýrafjarðar, samtals fyrir 11.000 tonnum. Fyrirtækið hefur sótt um leyfi fyrir eldi á 8.000 tonnum í Ísafjarðardjúpi. Þetta kom fram á kynningarfundi fyrirtækisins á Ísafirði í gær og www.bb.is segir frá.
Arctic Fish er fiskeldisfyriræki í mikilli uppbyggingu. Fyrirtækið hefur stundað eldi síðan 2007 og byrjaði í Dýrafirði undir nafninu Dýrfiskur, síðar Arctic Sea Farm. Fjöldi starfsmanna í fyrra fór yfir 60. Framleiðslan varð 3.200 tonn í fyrra og stefnir í rúmlega 8.000 tonn á þessu ári. Fyrirtækið hefur sótt um lóð á Ísafirði undir starfsemi sína.
Arctic Fish hefur leyfi til framleiðslu í sjókvíum í Tálknafirði og Patreksfirði auk Dýrafjarðar, samtals fyrir 11.000 tonnum. Auk þess hefur fyrirtækið starfsleyfi til
framleiðslu á 4.000 tonnum af regnbogasilungi við Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi. Stefnt er á laxfiskaeldi í Arnarfirði, Önundarfirði og Ísafjarðardjúpi.
Matsskýrsla um stækkun úr 4.200 tonnum í 10.000 tonna eldi í Dýrafirði og matsskýrsla um 4.000 tonna laxfiskaeldi í Arnarfirði hefur verið send Skipulagsstofnun, umsagnaraðilum, auglýst í fjölmiðlum og kynnt á íbúafundum. Einnig er í umhverfismats ferli 1.300 tonna eldi í Önundarfirði.
Loks var kynnt á fundinum umsókn fyrirtækisins um 8.000 tonna eldi í Ísafjarðardjúpi miðað við framleiðslumagn en 10.000 sé miðað við lífmassa.
Fyrirhuguð eldissvæði í Ísafjarðardjúpi eru
Sandeyri við Snæfjallaströnd sem skiptist í tvær staðsetningar; austur og vestur, út af Arnarnesi við Skutulsfjörð og Kirkjusund utan við Vigur.