Áður fyrr voru pöbbarnir fyrst og fremst reykfylltir samkomustaðir karlmanna með sixpensara á höfði og bjórglas í hönd. Nú eru krárnar í vaxandi mæli orðnar fjölskylduvænir veitingastaðir sem selja góðan og heilnæman mat. Því felast mikil ónýtt sóknarfæri í sölu á gæðafiski inn á pöbbana.
Þetta kom fram í erindi sem Danny Burton framkvæmdastjóri Havelok Ltd. í Grimsby flutti um veitingahúsamarkaðinn í Bretlandi á markaðsdegi Iceland Seafood nýlega.
Fram kom í máli hans að sala á fiski til veitingahúsa og stóreldhúsa þar í landi væri helmingi meiri en fisksala í smásöluverslunum.
Sjá nánar umfjöllun í nýjustu Fiskifréttum.