Forseti Indónesíu er byrjaður að fylgja eftir hótunum sínum um aðgerðir gegn ólöglegum veiðum erlendra skipa í lögsögu landsins. Hann segist ætla að láta sökkva öllum þessum skipum eða brenna þau.
Aðgerðirnar hófust síðastliðinn föstudag þegar þrjú víetnömsk skip voru brennd og áfram verður haldið á næstunni. Fimm stór erlend skip og 155 smærri skip hafa verið tekin og færð til jafnar vegna ólöglegra veiða.
Talið er að Indónesía verði af gríðarlegum tekjum vegna veiðiþjófnaðar árlega og nú séu 5.400 ólögleg skip að veiðum í lögsögu landsins.