Langt er nú liðið á makrílvertíð Norðmanna og eru tæplega 70.000 tonn óveidd af 279.000 tonna kvóta.

Á mánudag í síðustu viku var slegið met í veiðum á einum degi en þá veiddust 15.600 tonn. Nótaflotinn hefur nú tekið 78% kvóta sínum og á tæplega 42.000 tonn eftir.

Þetta kemur fram á vef norska síldarsölusamlagsins.