Útgerðarfélagið Sydvest Fiskeri í Bergen í Noregi fékk nú á dögunum afhentan nýjan Cleopatra 33 bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Að útgerðinni stendur Lars Tore Skår og hefur báturinn hlotið nafnið Skår Jr.
Báturinn mælist 11 brúttótonn, aðalvélin er af gerðinni FPT N90 410hö tengd ZF286IV gír.
Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC og Simrad og er með hliðarskrúfu að framan tengdri sjálfstýringu hans.
Báturinn er útbúinn til veiða með snurvoð. Spil, tromlur og hífingarbúnaður er frá Hydema. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.
Rými er fyrir 12 stk 380L kör í lest. Svefnpláss er fyrir 2-3 í lúkar ásamt eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.