Sala á einfrystum atlantshafsþorski í Bandaríkjunum er nú aðeins 10% af því sem hún var fyrir rúmum tveimur áratugum, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Árið 1989 námu innkaup Bandaríkjamanna 155 þúsund tonnum af þorski en árið 2012 voru þau komin niður í 29 þúsund tonn, þar af var helmingurinn einfrystar afurðir en hinn helmingurinn tvífryst vara frá Kína úr þorski sem átti uppruna sinn í Atlantshafi.
Í Fiskifréttum er rætt við Magnús Gústafsson forstjóra fisksölufyrirtækisins Atlantika í Bandaríkjunum um þessa þróun og hugsanleg tækifæri í þorsksölu í Ameríku nú þegar þrengir að á Evrópumarkaði vegna aukins framboðs á þorski úr Barentshafi.