Fjöldi beitusmokka sem veiðist í haustralli Hafrannsóknastofnunar hefur fjórfaldast á nokkrum árum. Smokkurinn hefur þó ekki gefið sig að heitið getur í tilraunaveiðum sem nú er að ljúka, að því er fram kemur í Fiskifréttum.
Beitusmokksleiðangurinn var farinn á Dröfn RE og hófst 8. september. Leitað var í djúpköntunum vestur og suður af landinu. Ólafur Ingólfsson leiðangursstjóri segir í samtali við Fiskifréttir að kantarnir hafi verið þræddist en ekkert hafi fengist fyrir utan örfá stykki sem veiddust í Háfadýpi.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.