Í yfirlýsingu frá sjávarútvegsráðuneyti Argentínu segir að tekin hafi verið ákvörðun um að stöðva veiðar á smokkfiski tímabundið vegna smæðar fisksins og leyfa þeim hluta stofnsins sem er norðan 44° að jafna sig og ná meiri þyngd.
Hæfileg meðalþyngd á veiddum smokkfiski er 800 grömm en fiskurinn sem veiðst hefur undanfarið er töluvert undir þeirri stærð samkvæmt því sem segir í frétt á fis.com.
Frá 1. janúar til 18. júlí á þessu ári var landað 163.200 tonnum af smokkfiski í Argentínu en heildaraflinn í Suður-Atlantshafi er um 390.000 tonn.
Sjá nánar: